Litaviðvörunarkerfi sem almannavarnir kynntu á dögunum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Samkvæmt kerfinu er allt landið merkt rautt, þ.e. neyðarstig. Bæjarstjóri hefur verið í samskiptum við almannavarnir um stöðuna í Vestmannaeyjum og hvort litaviðvörunarkerfið taki mið af því að ekki hafa komið upp smit í Vestmannaeyjum í langan tíma. Almannavarnir hafa svarað því að þann hátt að fleiri þættir en staðbundið ástand eru metnir í litaviðvörunarkerfinu.