Hefð er fyrir því að Vinnslustöðin bjóði starfsmönnum sínum í jólakaffi á aðventunni og færi þeim gjafir og heiðri sérstaklega þá sem eru að láta af störfum eða átt hafa stórafmælinu á árinu.

Jólakaffið féll niður í ár vegna samkomutakmarkana en starfsmenn fengu engu að síður afhentar gjafir vegna jóla, afmælis eða starfsloka. Þá má ekki gleyma jólasíldinni sem aldrei hefur verið jafn eftirsótt og vinsæl sem nú.

Starfsmenn fengu afhentar síldarfötur og síðan var farið með síldarglaðning í hús til hluthafa, fyrrverandi starfsmanna og ýmissa velunnara félagsins. Síldin í ár fær afbragðsgóða umsögn viðtakenda.

Jólagjöfin til starfsmanna í ár var gjafakort Íslandsbanka og Kiwanis-nammikassi. Fyrrverandi starfsmenn fengu konfektkassa með jólakveðju frá Vinnslustöðinni.

Tímamót vegna starfsloka

  • Elzbieta Cybulska
  • Ryszard Cybulski
  • Friðbjörn Valtýrsson
  • Ólöf Hauksdóttir

Tímamót vegna stórafmælis

  • Ingibjörg Sigurjónsdóttir – 70 ára
  • Armando Martins – 60 ára
  • Eyjólfur Guðjónsson – 60 ára
  • Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson – 60 ára
  • Ágúst Einarsson – 60 ára
  • Sveinn Magnússon – 50 ára
  • Kolbeinn Agnarsson – 50 ára
  • Lovísa Inga Ágústsdóttir – 50 ára