Útskrift Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum  verður haldin með raf­rænum hætti, í dag laugardaginn 19. des­ember, við hátíðlega athöfn heima í stofu. Viðburðinum verður streymt í gegnum Youtube, hefst athöfnin stund­vís­lega kl. 16:00 og er áætlað að hún taki á um klukkustund.

Í orðsendingu frá skólameistara er eftirfarandi atriðum beint til nemenda er varða útskrift­ar­daginn:

  • Við hvetjum alla nemendur til þess að vera spariklædda.
  • Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem eiga útskriftarhúfur til að setja þær upp.
  • Það er ætlunin að safna skemmtilegum myndum á Instagram undir myllumerkinu #fivutskrift og hvetjum við nemendur til að taka þátt þar.

Þessi útskrift veður ekki á þann hátt sem við hefðum helst kosið í veiru­fríu landi. En það er alveg víst að hún verður engri ann­arri útskrift sem við höfum haldið lík og við ætlum að reyna að gera hana sem eft­ir­minni­leg­asta. Þar skiptir þátt­taka ykkar miklu máli!
Verðum spari­klædd og hress á laugar­daginn.