Jólablaði Fylkis 2020 var dreift í hús innanbæjar um helgina 19-20. desember og sent til fólks víðsvegar um land.  JólaFylkir er að þessu sinni 32 bls. sem er með því stærsta frá upphafi útgáfunnar fyrir rúmum 70 árum.   Meðal efnis í blaðinu má nefna Jólahugvekju,  umfjöllun um 240 ára afmæli Landakirkju, viðtal við Kitty Kovacs söngstjóra og organista, grein um Fiskhella og Þorlaugargerðishillu, grein um veiðimenn í Elliðaey, ítarleg grein um Laufás og Laufásfólkið í greinaflokknum Hús og fólk, viðtal við Einar Elíasson , frumkvöðul og Eyjamann og þátturinn Látnir kvaddir um fólk sem búið hefur í Eyjum í lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni  og látist á árinu. Þátturinn  hefur verið í JólaFylki frá 1975.

Jólablað Fylkis  er komið  á eyjafrettir.is og verður þar  út janúar 2021.  Ritstjóri Jólablaðs Fylkis er Arnar Sigurmundsson  og ábm. er Eyþór Harðarson.