Fræðslufulltrúi kynnti á fundi fræðsluráðs í síðustu viku nýja verkferla skólaþjónustu er varða eineltismál í grunnskóla. Foreldrar/forráðamenn og/eða stjórnendur geta vísað máli til skólaþjónustu ef ekki hefur náðst viðunandi niðurstaða við vinnslu máls í skóla. Stjórnendur vísa máli til skólaþjónustu ef ekki gengur að ljúka máli í skóla en foreldrar/forráðamenn ef þeir eru ekki sáttir við vinnslu eða niðurstöðu málsins í skólanum. Unnið er eftir verkferli 1 þegar máli er vísað til skólaþjónustu og ef niðurstaðan er staðfest einelti fer málið í verkferil 2A. Sé niðurstaðan samskiptavandi fer málið í verkferil 2B.
Fræðsluráð fagnar nýjum eineltisverkferlum í skólaþjónustu og þakkar fræðslufulltrúa og þeim sem hafa komið að þessari vinnu.

Eineltismál í skóla sem vísað er til skólaþjónstu.pdf

Tilkynning til skólaþjónustu vegna eineltismáls í skóla.pdf