Árið 2016 fengu vinkonunar Jenný Guðnadóttir, Elísabet Guðnadótir og Guðný Emilíana Tórshamar þá hugmynd að bjóða Eyjamönnum á jólatónleika og hlutu þeir nafnið Jólahvísl. Tónleikarnir hafa verið árlegur viðburður síðan og vaxið með hverju árinu. Í ár eru aðstæður aðrar en það aftrar þó ekki hópnum að gleðja Eyjamenn með söng sínum og bjóða því fólki að hlýða og sjá Jólahvíslið 2020 rafrænt í ár.
Hægt er að sjá þetta frábæra framtak hér að neðan sem og á Facebook síðu hópsins https://www.facebook.com/jolahvisl/