Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum eftir umsóknum um styrki úr viðspyrnusjóði sem settur var á laggirnar í byrjun desember, fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum, til þess að bregðast við þeim óvæntu og sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Alls eru veittar 5 m.kr. úr sjóðnum fyrir árið 2020. Við úthlutun var lögð áhersla á fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Vestmannaeyjabær fer með fyrirsvar og umsýslu sjóðsins, en bæjarráð og bæjarstjóri skipa úthlutunarnefnd. Frestur til að sækja um styrki var 17. desember. Alls bárust 15 umsóknir.

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs lagði fyrir bæjarráð mat á umsóknum sem tók mið af þeim forsendum sem fram komu í fyrirkomulagi og reglum sjóðsins.  Úthlutunarnefnd hélt sérstakan bæjarráðsfund til þess að ljúka við úthlutun úr sjóðnum. Eftirtalin fyrirtæki hlutu fjárstyrki að upphæð samtals 5 m.kr:
Hótel Vestmannaeyjar ehf.
Langvía ehf.
Líkamsræktarstöðin ehf.
Ribsafarí ehf.
The Brothers Brewery ehf.
Gistiheimilið Árný
Aska 900 Hostel
900 Grillhús
The Beluga Company
Vigtin bakhús
Eyjatours
Einsi Kaldi ehf.
SBS Asía efh.
Canton

Jóla Fylkir 2021
Fjölbraut við Ármúla