Messuhald verður með óhefðbundnu sniði í Landakirkju þetta árið. Brugðið var á það ráð að taka upp tvær athafnir annars vegar messu á Aðfangadegi jóla sem sýnd verður klukkan 18:00 á Aðfangadag og svo önnur athöfn sem birt verður á annan í jólum. Séra Guðmundur Örn sóknarprestur í Landakirkju segir þetta óneitanlega hafa verið undarlegt. „En af því þetta gekk smurt og með kórinn á staðnum þá fann maður alveg þessa jólahelgi og ég vona að það skili sér alla leið til áhorfenda.“

Einnig hefur verður tekið upp á því að hafa opið hús í Landakirkju á Aðfangadag frá 14:00-17:00. „Við prestarnir verðum á svæðinu en það er engin dagskrá. Fólk getur komið og sest niður í rólegheit og kveikt á kertum. Við vildum fólki að kíkja í kirkju svona rétt fyrir jólin. Við erum auðvitað háð sóttvarnarreglum og biðjum fólk að taka mið af þeim. Ég vona að þetta verði svona rólegheita rennirí. Annars vona  ég að Eyjamenn eigi gleði- og notaleg jól.