Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa borist 10 útköll í morgunsárið. Arnór Arnórsson formaður björgunarfélagsins segir að í flestum tilfellum hafi verið um minniháttar tjón að ræða. “Þetta hafa verið þakkassar og annað minniháttar. Tveir bátar hafa losnað frá bryggju og höfum við þurft að bregðast við því. Ég vill beina því til fólks að halda sig heima það er ekkert ferðaveður í Vestmannaeyjum þessa stundina.”