Bólusetning í Vestmannaeyjum með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst klukkan 13:00 í dag á Hraunbúðum en bóluefnið kom til Vestmannaeyja með fyrstu ferð Herjólfs í morgunn. Þetta staðfesti Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSU í samtali við Eyjafréttir. „Þetta eru 11 glös sem við fáum en í glasinu eru 5-6 skammtar það kemur endanlega í ljós þegar bólusetning hefst í Reykjavík. Það er búið að ráðstafa þessum skömmtum þannig að fyrst verða 34 einstaklingar bólusettir á Hraunbúum, í kjölfarið fá átta einstaklingar á sjúkradeild HSU bóluefni og svo verða tíu framlínu starfsmenn HSU bólusettir í kjölfarið. Það sem verður umfram það verður gefið eldra fólki í áhættuhóp,“ sagði Guðný.