Gamlársgöngu/hlaup 2020 til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyjum verður með breyttu sniði í ár. Hvernig líst þér á að taka Gamlársgöngu/hlaupið á þínum forsendum? Þín leið á þínum tíma.

“Ég sé ekki ástæðu til þess að sleppa Gamlársgöngunni/hlaupinu þetta árið þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þetta ár hefur kennt mér að hugsa út fyrir boxið. Því miður er fólk enn að berjast eða greinast með krabbamein þrátt fyrir Covid. Mig langar að biðla til ykkar Eyjamanna hvar sem þið eruð stödd á landinu og taka þátt með mér. Endum árið og látum gott af okkur leiða. Það er ávallt góð tilfinning,” segir Hafdís Kristjánsdóttir, skipuleggjandi hlaupsins.
Hún hvetur fólk til að taka myndir í göngunni/hlaupinu og setja inn á Facebook og Instagram merkt #Gamlársganga. Hafdís vill koma á framfæri þakklæti fyrir þátttökuna og stuðninginn.