Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði skömmu fyrir jól þar kom fram að verktaki við rekstur stálþils á Skipalyftukanti hefur lokið verkinu. Aðeins var frávik frá útboðsgögnum vegna skemmdra stálþilsplatna á austurgafli Skipalyftukants sem þurfti að losa. Áfallinn verkkostnaður þessa verkhluta er 106.263.402 krónur. Kostnaðaráætlun var 116.345.050 krónur og tilboð verktaka 98.645.800 kr. Ráðið samþykkir kostnaðaruppgjör vegna stálþils og þakkar Ísar ehf fyrir gott verk í endurbyggingu Skipalyftukants.

01 – Verkfundur 04 – Endurbygging Skipalyftukants (00000002).pdf
01 – Verkfundur 05 – Endurbygging Skipalyftukants.pdf
01 – Verkfundur 06 – Endurbygging Skipalyftukants (00000002).pdf
01 – Verkfundur 07 – Endurbygging Skipalyftukants (00000002).pdf