Flugeldasýning á fimm fjöllum

Þrettándagleði ÍBV verður með breyttu sniði þetta árið, en Grýla, Leppalúði og þeirra hyski eru komin í sjálfskipaða sóttkví og treysta sér ekki til byggða. Skotgengið lætur þetta ekkert á sig fá og til að viðhalda smitvarnir ætlar hópurinn að dreifa sér á fimm fjöll í kvöld. Sigurður Bragason talsmaður skotgengisins segir að um tímamóta sýningu verði að ræða. „Þetta verður flott sýnin sem ætti að sjást alstaðar úr bænum og því engin ástæða fyrir fólk að hópast saman. Þetta er um 50 mann hópur sem kemur að sýningunni í ár og ætlum við að dreifa okkur á fimm staði.“

Skotið verður af Klifi, Heimakletti, Eldfelli, Helgafelli og svo ofan af Hánni eins og hefð er fyrir og hefjast herlegheitin klukkan 19:00. „Ég lofa góðri skemmtun við þessar sérstöku aðstæður,“ sagði Siggi hress að lokum.

Uppbyggingarsjóður

Mest lesið