Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfesti rétt í þessu að maður hafi fundist látinn í Vestmannaeyjahöfn í dag klukkan 13:40. Um hádegisbil barst lögreglunni tilkynning um einstakling sem var saknað og óttast var um. Leit hófst strax og aðstoðaði Björgunarfélag Vestmannaeyja við leitina. Ekki er grunur um að atvikið hafi borið að með saknæmum hætti. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.