Þrettánda hald fór fram með óhefðbundnu sniði í gærkvöldi. Jólasveinar komust ekki til byggða af sóttvarnar ástæðum en létu þó sjá sig á Hánni til að kasta kveðju á Eyjamenn. Óskar Pétur lagði fjall undir fót og smellti nokkrum myndum í gærkvöldi af jólasveinum, þeirra aðstoðar sveinum og skotgenginu á Hánni.