Lyfjaendurnýjun á Heilsuveru og rafræn skilríki – Námskeið

Í Visku verður boðið upp á námskeið í lyfjaendurnýjun á Heilsuveru og notkun Rafrænna skilríkja.  Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og leiðbeinendur verða Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir lyfjafræðingur og Harpa Gísladóttir bankastarfsmaður.  Þær munu kenna og aðstoða fólk við að átta sig á ferlinu og komast inn í framtíðina og auðvelda fólki endurnýjun lyfja.  Gott væri að koma með eigin fartölvu/ipad en annars verður ferlið sýnt á myndrænan hátt.

Haldið í húsnæði Visku að Ægisgötu 2 gömlu Fiskiðjunni á annarri hæð. Þriðjudaginn 12. janúar og fimmtudaginn 14. janúar klukkan 14:00

Nauðsynlegt er að skrá sig í síma 4880100 eða á viska@viskave.is og taka fram hvor dagurinn er valinn.  Vegna fjöldatakmarkana vegna Covid geta einungis 10 manns verið í einu og nauðsynlegt að fólk hafi skráð sig til þátttöku svo hægt sé að halda utan um það.

Bókari Þekkingarseturs
Deiliskipulag flugvöll

Nafn og kennitala þarf að koma fram við skráningu.

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið