Veru­leg von­brigði eru meðal loðnu­út­gerða yfir að ekki hafi fund­ist næg loðna til að Haf­rann­sókna­stofn­un sjái ástæðu til að auka út­gefna ráðgjöf fyr­ir loðnu í kjöl­far loðnu­leiðang­urs fimm skipa sem lauk á mánu­dag. Ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar stend­ur því óbreytt í 22 þúsund tonn­um og bend­ir allt til þess að afla­mark í loðnu verði veitt er­lend­um skip­um þar sem mynd­ast hef­ur skuld við er­lend ríki vegna alþjóðlegra skuld­bind­inga við önn­ur strand­ríki, svo sem með Smugu­samn­ingn­um við Norðmenn.

„Það þarf ekk­ert að velta því fyr­ir sér, það er búið að eyðileggja þenn­an markað,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, eða Binni, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í samtali við mbl.is spurður um áhrif­in á markaðina fyr­ir loðnu og loðnu­hrogn ef fer sem horf­ir. Hann seg­ir markaðina al­gjör­lega tóma eins og stend­ur. „Þetta er ekki bara tjón í ár. Þetta er risa­tjón inn í framtíðina.“

Mat­væla­fram­leiðend­ur leiti á önn­ur mið
Hann seg­ir stöðuna sér­stak­lega slæma ef loðnan dett­ur al­farið af markaði því þá munu fram­leiðend­ur aðlaga sig breytt­um aðstæðum og með því að fjár­festa í ann­arri mat­væla­fram­leiðslu. „Verk­smiðjur með sér­hæf­ingu og þekk­ingu á að áfram­vinna loðnu – þessu verður öllu lokað á end­an­um og menn fara í eitt­hvað annað.“

Ef loðna kem­ur aft­ur á markað síðar tel­ur Binni ekki lík­legt að fram­leiðend­ur grípi til kostnaðarsamra fjár­fest­inga í þeim til­gangi að nýta loðnu á ný.

Loðnu­vinnsla hjá Skinn­ey-Þinga­nes. Ljós­mynd/​Hall­veig Karls­dótt­ir

„Stóra málið er að það er eng­in önn­ur vara í staðinn. Það er eng­in loðna frá öðrum heims­hluta í boði, frá Nor­egi eða Kan­ada. Loðnan fer bara út. Ég hugsa að við á Íslandi séum með um 90% af heims­fram­leiðslu á loðnu, loðnu­hrogn­um og loðnu­af­urðum,“ út­skýr­ir hann og seg­ir gríðarlega erfitt að koma vör­unni á markað aft­ur. Í húfi séu mikl­ar tekj­ur fyr­ir ís­lenskt þjóðarbú.

Þá hef­ur markaðsstöðu loðnu­af­urða verið bjargað af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um þar sem lok­un veit­inga­húsa og hót­ela hef­ur dregið úr eft­ir­spurn. Þetta hef­ur gert selj­end­um kleift að varðveita tveggja ára gaml­ar birgðir sem selj­ast hægt og á háu verði. Birgðastaðan er samt sí­fellt að versna og bend­ir flest til þess að birgðirn­ar klárist á þessu ári.

Binni kveðst sann­færður um að loðnu sé að finna í sjón­um um­hverf­is Ísland. „Það ungviði sem þeir mældu er ekki týnt. Það er ekki allt sam­an dautt,“ seg­ir hann og vís­ar til þess að tölu­vert af ung­loðnu fannst við stofn­mæl­ingu loðnu haustið 2019 og voru síðast í haust vís­bend­ing­ar um að á vertíðinni yrði ráðgjöf 170 þúsund tonn. „Loðnan finnst, hún er þarna.“