Augnlækningar stranda á Sjúkratryggingum Íslands

Á fundi bæjarrás í síðustu viku greindi bæjarstjóri frá stöðu mála hvað varðar augnlæknisþjónustu í Vestmannaeyjum. Samningsgerð milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, þjónustuaðila og Sjúkratrygginga Íslands mun vera nánast lokið, en svo virðist sem lokahnykkurinn strandi á Sjúkratryggingum Íslands og því mikil hætta á að tímafrestur varðandi fjármögnunarloforð renni út áður en samningur klárast.

Bæjarráð hvetur samningsaðila til að ljúka samningum hið allra fyrsta þannig að fyrirliggjandi fjármögnun á dýrum tækjabúnaði og upphafskostnaði hverfi ekki út um gluggann. Óeðlilegt er að samingur strandi á tæknilegri fyrirstöðu hjá Sjúkratryggingum Íslands þegar allar aðrar forsendur virðast liggja fyrir.

Sigmar Georgsson, Lionsklúbbi Vestmannaeyja og Guðrún Yngvadóttir stjórnarformaður Hjálparsjóðs alþjóða Lions hreyfingarinnar (Lions Clubs International Foundation, LCIF) sem stendur að baki kaupunum á augnlækningatækjunum ásamt fjölda bakhjarla.

Mest lesið