Þrjú skip voru send frá Aust­fjörðum síðdeg­is í gær á Seyðis­fjarðardýpi til að leita loðnu eft­ir að þær frétt­ir bár­ust frá tog­ur­um að þar væri tals­vert af loðnu á ferðinni. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is

Haf­rann­sókna­stofn­un bað áhöfn Vík­ings, sem var þá á leið til lönd­un­ar á Vopnafirði, að fara yfir svæðið og staðfesta fregn­irn­ar. Niðurstaðan var sú að tölu­vert af loðnu væri að finna í kant­in­um á um 50 mílna kafla frá Hval­baks­halla og norður.

Í ljósi þeirra upp­lýs­inga tók Haf­rann­sókna­stofn­un þá ákvörðun að ástæða væri til að ráðast í leit­ina. Þetta seg­ir Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, í Morg­un­blaðinu í dag. Hann tek­ur þó fram að ekki sé hægt að fagna fund­in­um enn sem komið er.

„Það er allt of snemmt að segja til. Við vit­um meira eft­ir 2-3 daga en það er alla vega eitt­hvert líf í þessu.