Rætt um framtíð Blátinds VE sem sökk í Vestmannaeyjahöfn í febrúar sl. á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Mikið tjón varð á Blátindi auk hefðbundins slits vegna aldurs og var sérfræðingur fenginn til að reyna að meta kostnað við endurbyggingu. Fram kom í mati hans að kostnaður við að koma Blátindi í sýningarhæft ástand sé ekki undir hundrað milljónum króna. Mun dýrara mun vera að gera Blátind siglingarhæfann, er áætlað að sá kostnaður muni vera í kringum tvö hundruð milljónir króna. Verkið er sérhæft og efniviður dýr og illlfáanlegur og því er kostnaður mikill. Kostnaður við að farga Blátindi er áætlaður um 5 milljónir króna. Allar ákvarðanir varðandi framtíð Blátinds eru háðar samþykki Minjastofnunar.

Meirihlutinn klofinn í málinu
Ráðið þakkaði Guðmundi Guðlaugssyni fyrir hans aðstoð við úttekt á MB. Blátindi VE 21 og samþykkti að fela framkvæmdastjóra að óska eftir afstöðu Minjastofnunar til förgunar á Blátindi þar sem kostnaður við endurgerð Blátinds er mjög mikill og ekki talið verjandi að eyða slíkri fjárhæð í endurbyggingu.

Fulltrúi E-listans bókaði við afgreiðslu málsins. “Undirritaður telur sig ekki getað tekið afstöðu í málinu að svo stöddu og þyrfti að hafa betri upplýsingar um hvað felist í þeim kostnaði og þeim endurbótum sem gera þarf á Blátindi skv. fyrirliggjandi skýrslu.”

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum. Einn á móti.
Blátindur skýrsla GG.docx.pdf