Leggja til 54 þúsund tonna loðnukvóta

Í framhaldi af niðurstöðum mælinga sem nú er nýlokið leggur Hafrannsóknastofnun til að ráðlagður loðnuafli á vertíðinni 2020/21 verði rúm 54 þúsund tonn. Ráðgjöfin byggir á meðaltali tveggja mælinga á stærð hrygningarstofns loðnu. Annarsvegar á niðurstöðum bergmálsleiðangurs í desember og hinsvegar á samanlögðum niðurstöðum tveggja bergmálsleiðangra í janúar. Fyrri mælingin í janúar, upp á samtals […]
Minningarstreymi frá Landakirkju á morgun

Næstkomandi laugardag, 23. janúar, verða liðin 48 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Alla tíð síðan hefur þessi viðburður markað og litað mannlífið í Eyjum. Fyrst var það baráttan við gosið og baráttan um byggðina, síðar hreinsunin og uppbyggingin og síðar baráttan við að sætta sig við breytta bæjarmynd, breytta Heimaey. En alltaf var það samstaðan sem […]
Hressó áfram í Íþróttamiðstöðinni

Á fundi fjölskyld- og tómstundaráðs í gær var meðal annars farið yfir tilboð á leigu á líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvar. Alls bárust þrjú tilboð; GYM heilsa, bræðurnir Gunnlaugur Örn/Jón Þór og frá Líkamsræktarstöðinni ehf. Tilboðin voru metin út frá þremur þáttum, þ.e. verðtilboði í leigu (50% vægi), verð árskorta (40% vægi) og tilboð í umsýslukostnað vegna sölu […]
Risa Grease tónleikasýningin frumsýnd á Goslokahátíðinni

TWE Live kynnir með miklu stolti frumsýningu Grease tónleikasýningarinnar á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum föstudagskvöldið 2. júlí í Íþróttahöllinni. Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson (Ingó veðurguð) bregða sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease. „Það er með miklu stolti og gleði sem við hjá TWE Live tilkynnum að Grease […]