Á fundi fjölskyld- og tómstundaráðs í gær var meðal annars farið yfir tilboð á leigu á líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvar.

Alls bárust þrjú tilboð; GYM heilsa, bræðurnir Gunnlaugur Örn/Jón Þór og frá Líkamsræktarstöðinni ehf. Tilboðin voru metin út frá þremur þáttum, þ.e. verðtilboði í leigu (50% vægi), verð árskorta (40% vægi) og tilboð í umsýslukostnað vegna sölu árskorta (10% vægi). Líkamsræktarstöðin ehf. reyndist með hæsta vægi umræddra þátt. Ráðið samþykkir að gengið verði til samninga við Líkamsræktarstöðina ehf. um leigu á umræddum sal næstu þrjú árin frá 1. júní nk.