Af óveiddri loðnu, ónotuðum loðnustígvélum og Magnúsi & Eyjólfi

„Eyjólfur félagi minn Guðjónsson harðbannaði mér að fara í loðnustígvélin mín í ár því ella fyndist ekki loðna. Það hvarflaði ekki annað að mér en hlýða og viti menn; loðna fannst og við erum fullir bjartsýni um að miklu meira komi í leitirnar svo við fáum fyrirtaks vertíð. Stígvélunum hendi ég ekki en tók þau […]
Björgum Blátindi

Stjórn Sambands íslenskra sjóminjasafna tekur heilshugar undir með Hollvinafélögum Húna II á Akureyri og Magna í Reykjavík að skora á framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá samþykkt um að farga bátnum Blátindi VE 21. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Eitt af því sem […]
Maður gefst ekkert upp

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að aurskriður féllu á Seyðisfirði í síðasta mánuði. Skriðurnar féllu á byggð í bænum og ollu miklu tjóni og hafa skapað óvissu um framtíðarbúsetu á svæðum í bænum. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýstu yfir hættustigi á Seyðisfirði sem er enn í gildi […]
Nýtt björgunarskip væntanlegt á næsta ári

Samningur var undirritaður fyrr í þessum mánuði þess efnis að ríkið mun veita Landsbjörgu allt að 450 milljóna króna framlag til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023. Þar að auki var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum. Samkomulagið og viljayfirlýsingin byggjast á tillögum starfshóps um eflingu björgunarskipa […]
Þetta eru fallegustu lög í heimi

Útgáfutónleikar disksins Heima fóru fram í Salnum Kópavogi á laugardaginn. Þar fluttu Eyjakonurnar Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari sönglög ástsælasta tónskálds Eyjamanna Oddgeirs Kristjánssonar fyrir „fullu“ húsi. Silja Elsabet sagði í samtali við Eyjafréttir hafa verið mjög spennt fyrir þessum tónleikum „Ég kom síðast fram fyrir áhorfendur á goslokahátíðinni í sumar og […]
Ótrúlega gaman að taka þátt og upplifa drauminn

EYJAMAÐURINN Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson þreytti frumraun sína með A-landsliðinu á stórmóti í Egyptalandi nú í janúar. Elliði sem er 22 ára leikmaður Gummesbach í Þýskalandi tók þátt í öllum sex leikjum Íslands í mótinu og lék stórt hlutverk bæði í vörn og sókn. Frammistaða Elliða í íslenskuvörninni hefur vakið verðskuldaða eftirtekt. Elliði Snær er […]
Vatnslögn aftur í sundur við Heiðarveg

Kalt vatn streymdi niður Heiðarveg í morgunn þar sem kaldavatns lögn fór í sundur þetta er í annað skiptið á innan við viku sem þetta gerist en við greindum frá viðlíka atviki síðast liðinn fimmtudag. “Þessi lögn er greinilega komin á tíma,” sagði Ívar Atlason í samtali við Eyjafréttir. “Þetta er gömul lögn þarna frá skákheimilinu og […]
Nítján verkefni hlutu styrk úr „Viltu hafa áhrif 2021?“

Á mánudag afhenti Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, samtals 19 styrkþegum fjárstyrki til verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir árið 2021 frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Athöfn af þessu tilefni fór fram í Eldheimum og var með öðru sniði en vant er vegna samkomutakmarkanna. Markmiðið með “Viltu hafa áhrif?“ […]
Fjölmenni á hádegiserindi um styrki fyrir sjávarútveg

40 manns tóku þátt á hádegiserindi í Þekkingarsetrinu, sem fram fór á Zoom þriðjudaginn 19. janúar s.l. Erindið bar heitið: Rannís styrki fyrir sjávarútveg og skattafrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna – Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes. Frá upphafi árs 2018 hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg. Erindin hafa bæði farið fram í Þekkingarsetrinu og á […]