Kalt vatn streymdi niður Heiðarveg í morgunn þar sem kaldavatns lögn fór í sundur þetta er í annað skiptið á innan við viku sem þetta gerist en við greindum frá viðlíka atviki síðast liðinn fimmtudag.

“Þessi lögn er greinilega komin á tíma,” sagði Ívar Atlason í samtali við Eyjafréttir. “Þetta er gömul lögn þarna frá skákheimilinu og alveg upp að Hásteinsvegi. Nú er bara næst á dagskrá hjá okkur að ráðast það verk að skipta henni út.” Ívar reiknar með að verkið verði unnið í einhverjum áföngum til þess að valda sem minnstu ónæði fyrir íbúa á svæðinu. “Svona framkvæmdir eru alltaf háðar veðri en við verðum að sjá hvað við getum gert fram að sumri. Það gefur auga leið að þetta gengur ekki svona.” sagði Ívar.

mynd: Haraldur Halldórsson