Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir samskipti sín við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóra og formann stjórnar Herjólfs ohf., um stöðu samnings um rekstur Herjólfs ohf.

Samkvæmt upplýsingum frá vegamálastjóra ætti að vera hægt að ljúka samningsdrögunum á næstu dögum. Stefnt er að því að kynna samninginn fyrir bæjarfulltrúum í vikunni og taka hann inn í bæjarráð 3. febrúar nk. Í framhaldinu fer hann til staðfestingar bæjarstjórnar.