Á fundi bæjarráðs í síðustu viku fór bæjarstjóri yfir svar Reykjavíkurborgar dags. 19. janúar sl., við áskorun Vestmannaeyjabæjar dags. 7. desember sl., um að Reykjavíkurborg dragi til baka kröfu sína á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um greiðslu fjárhæðar vangreiddra framlaga úr sjóðnum. Að mati Vestmannaeyjabæjar sé ljóst að ef krafa Reykjavíkurborgar nái fram að ganga muni hún leiða til skerðingar framlaga úr Jöfnunarsjóð til annarra sveitarfélaga.

Í svari Reykjavíkurborgar kemur fram að borgin muni áfram gera kröfu á Jöfnunarsjóðinn og að málið yrði þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 28. janúar 2021.

Bæjarráð stendur við áskorun um að Reykjavíkurborg dragi til baka kröfu sína á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Fram kom á aðalfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að verði niðurstaðan Reykjavíkurborg í vil, muni það hafa samsvarandi áhrif á fjárhagsstöðu Jöfnunarsjóðinn og þ.m.t. skerðingu á framlögum til annarra sveitarfélaga.

Vestmannaeyjabær_bréf v. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.pdf

Tölvupóstur til borgarritara Rvk um bókun bæjarráðs um kröfu Rvk á Jöfnunarsjóð.pdf