17 útskrifuðust úr Skrifstofuskólanum

Valgerður Guðjónsdóttir forstöðumaður Visku, segir hópinn í Skrifstofuskólanum, sem nú lauk nýverið, hafa verið fjölbreyttan og námið hafa gengið vel.  Forsagan er sú að Sólrún Bergþórsdóttir, náms- og starfsráðgjafi Visku óskaði eftir því að námið yrði kennt þar sem hún hefði orðið vör við áhuga á því að nám sem þetta yrði í boði í Vestmannaeyjum.  Áður hafði nokkur fjöldi nemenda farið í sambærilegt nám hjá Proment.  Vilji var fyrir því að sækja nám sem þetta í Eyjum en ekki í fjarnámi.

 

Þegar farið var af stað höfðu 19 þátttakendur skráð sig en svo voru það 17 nemendur sem hófu nám og það voru 17 nemendur sem luku námi „Þetta voru 15 konur og 2 karlar, með ólíkan bakgrunn og á öllum aldri.“Valgerður segir megin markmið námsins hafa verið að námsmaðurinn efldi sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu. Með náminu gátu þau aukið færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu. Einnig var lagt upp úr að ná valdi á tölvufærni, sem krafist er við almenn skrifstofustörf auk þess að bæta námsfærni þátttakenda. Í haust verður svo boðið upp á Skrifstofuskóli II, sem er tilvalið fyrir þá nemendur sem vilja auka færni sína enn frekar. Það er ekki skilyrði að hafa lokið við fyrri námsbraut en gerð er krafa á grunnþekkingu í reikningshaldi og í bókhaldi.“

Deiliskipulag flugvöll
Bókari Þekkingarseturs

 

Sólrún hélt utan um nemendahópinn og fylgdi þeim í gegnum ferlið.  Hún greip inn í og hlúði að og studdi nemendur þegar þeir upplifðu álag.  Þannig er mikilvægi verkefnastjóra mikið því þeir eru með í ferlinu öllu yfir námstímann,ekki bara að skipuleggja námsferlið heldur fylgja því eftir.  Sólrún er náms- og starfsráðgjafi hjá Visku en einnig verkefnastjóri yfir vissum námsleiðum.  Nemendur voru mjög ánægðir með að geta alltaf leitað til hennar í gegnum námsferlið enda er slíkt mikilvægtt þegar um lengri námsleiðir er að ræða.

 

  Rætt er við nokkra nemendur úr skrifstofuskólanum í nýjasta blaði Eyjafrétta.

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið