Niðurstöður könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2020 voru kynntar á fjar íbúafundi síðdegis í dag. Eru niðurstöður könnunarinnar mjög jákæðar varðandi þjónustu Vestmannaeyjabæjar. Vestmannaeyjabær er efst þeirra 20 stærstu sveitarfélaga landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti þegar kemur að þjónustu við eldriborgara, þjónustu leikskóla, aðstöðu til íþróttaiðkunnar og þjónustu starfsólks bæjarskrifstofanna. Óhætt er að segja að þegar á heildina er litið eru margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Hins vegar þarf einnig að huga það því sem má betur má fara skv. niðurstöðunum. Sem dæmi eru sorphirðumál.

Vestmannaeyingar eru líka ánægðastir allra með viðbrögð síns sveitarfélags þegar kemur að aðgerðum vegna COVID-19.

Eru niðurstöður Gallup könnunarinnar einkar ánægjuleg viðbót við mjög jákvæðar niðurstöður könnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga þar sem spurt var m.a. um búsetuskilyrði og hamingju Eyjamanna.

Hægt er að nálgast allar niðurstöður hér