Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, kynnti viljayfirlýsingu sem Vestmannaeyjabær, Háskóli Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins eru aðilar að og var undirrituð 5. febrúar sl fyrir fræðsluráði í vikunni. Þátttökuaðilar lýsa yfir vilja til að taka þátt í og styrkja þróunar- og rannsóknarverkefnið Kveikjum neistann. Ráðið þakkaði bæjarstjóra fyrir kynninguna. Ráðið lýsir yfir mikilli ánægju með að Vestmannaeyjabær sé fyrsta sveitafélagið á landinu til að fara af stað með og taka þátt í þessu einstaka þróunar- og rannsóknarverkefni sem er af þessari stærðargráðu. Samráðið hefur verið gott og eiga allir sem hafa komið að undirbúningsvinnunni mikið hrós skilið. Ekki ber á öðru en að allir hlutaðeigandi leggi mikinn metnað í verkefnið og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.