Könnun ASÍ á gjaldskrám leikskóla og frístundar var til umræðu á fundi fræðsluráð í síðustu viku. Formaður fræðsluráðs fór yfir helstu niðurstöður könnunar ASÍ á gjaldskrá leikskóla, skóladagvistunar og skólamáltíðum hjá sveitarfélögum. Engar breytingar eru á gjaldskrá leikskóla og skóladagvistunar hjá Vestmannaeyjabæ milli áranna 2020-2021. Fræðsluráð fagnaði niðurstöðum könnunarinnar. Stefna bæjaryfirvalda er að bjóða upp á góða þjónustu og að hafa gjaldskrá sveitarfélagsins sanngjarna gagnvart barnafjölskyldum.