Hlynur Andrésson langhlaupari ársins 2020

Hlynur Andrésson hljóp kílómetrana 10 á nýju brautarmeti 31 mín. og 41 sek. sem þýðir meðalhraða upp á ca. 20 km/klst.

Hlynur Andrésson (344 stig) og Rannveig Oddsdóttir (285 stig) eru langhlauparar ársins 2020 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Hlaup.is í samvinnu við Sportís og Hoka stendur nú fyrir vali á langhlaupurum ársins í þrettánda skipti. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn, í gær, laugardaginn 13. febrúar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal. Í öðru sæti höfnuðu Arnar Pétursson (286 stig) og Andrea Kolbeinsdóttir (173 stig). Þriðja sæti skipa þau Hlynur Guðmundsson (112 stig) og Guðlaug Edda Hannesdóttir (149 stig).
Aðrir tilnefndir hlauparar voru Anna Berglind Pálmadóttir, Elín Edda Sigurðardóttir, Maxime Sauvageon og Stefán Guðmundsson.
Þau Hlynur og Rannveig eru einkar vel að titlunum komin. Hlynur stórbætti Íslandsmet Kára Steins Karlssonar (1:04:55) í hálfmaraþoni er hann kom í mark á 1:02:47 klst á Heimsmeistaramótinu er fram fór Gdynia í Póllandi 17. október. Rannveig setti nýtt kvennamet í Laugavegshlaupinu þegar hún kom í mark á 5:00:29 klst.
Að vanda þá valdi íslenska hlaupasamfélagið langhlaupara ársins í netkosningu á hlaup.is þar sem kosið var á milli fimm hlaupara í karlaflokki og fimm hlaupara kvennaflokki.

Uppbyggingarsjóður

Mest lesið