Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í gær var tekið fyrir frestað erindi frá fundi nr. 338, dags. 21.1.2021. Lögð var fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga af deiliskipulagi fyrir norðurhluta austurbæjar við miðbæ. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 7. des. 2020 með athugasemdafresti til 18. jan. 2021. Þrjú bréf bárust.

-Athugasemd frá íbúðareigendum Kirkjuvegi 31
-Athugasemd frá húseiganda Sólhlíð 5
-Athugasemd frá húseiganda Sólhlíð 17

Fyrir liggur tillaga að greinagerð að svörum við efni athugasemda.

Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagstillöguna með þeirri breytingu að viðbætur verði bætt við skilmála lóða við Kirkjuveg 27 og Sólhlíð 4 og samþykkir jafnframt greinagerð að svörum við innkomnar athugasemdir.

A1176-037-U01 Austurbær, norðurhluti. Deiliskipulagsuppdráttur.pdf