Vestmannaeyjabær skaffar Air Iceland Connect starfsfólk

Mynd: Air Iceland Connect

Bæjarstjóri fór á fundi bæjarráðs í gær yfir beiðni Air Iceland Connect um aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áætlunarflugi félagsins sem hefst í apríl á þessu ári. Óskað var eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um samnýtingu starfsmanna um aðstoð við móttöku véla þrjá virka morgna í viku, tvær klukkustundir í senn. Um yrði að ræða tímabundið verkefni Vestmannaeyjabæjar meðan verið er að byggja upp grunn að flugsamgöngum á markaðslegum forsendum, eftir nokkurra mánaða hlé á flugsamgöngum. Air Iceland Connect myndi tryggja starfsmönnum tilskilda þjálfun, réttindi og tryggingar og um væri að ræða hlutastarf eða tímavinnu.

Heimilt samkvæmt lögum
Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kannaði lögmæti slíks framlags og með vísan til 3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er sveitarfélögum heimilt að taka að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þeirra, enda sé það ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum.

Öðrum boðið það sama
Öðrum fyrirtækjum sem hyggjast hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja verður boðin sama þjónusta á tímabilinu óski þau eftir því. Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu. Um er að ræða tímabundið tilraunaverkefni af hálfu Vestmannaeyjabæjar. Öðrum fyrirtækjum sem hyggjast hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja verður boðin sama þjónusta á tímabilinu óski þau eftir því.

Aðalfundur

Mest lesið