Rúnar Þór kylfingur ársins, Andri Erlingsson efnilegastur

Karl Haraldsson, Andri Erlingsson, Rúnar Þór Karlsson og Sigursveinn Þórðarson
Aðalfundur GV fór fram í gær, 18 febrúar og var að venju valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins sem og kylfingur ársins. Rúnar Þór Karlsson var kylfingur ársins en vann hann Meistaramót GV 2020. Andri Erlingsson var valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins, hann keppti á stigamótum GSÍ í sumar með góðum árangri ásamt því að hafa orðið klúbbmeistari í sínum aldursflokki. Andri er vel að titlinum kominn og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni segir í færslu á facebook síður Golfklúbbs Vestmannaeyja.
Uppbyggingarsjóður

Mest lesið