Fjölmargir vilja fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Vilhjálmur stefnir á fyrsta sætið

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins stefnir á fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Yfirlýsingu Vilhjálms má sjá hér að neðan.

Kæru vinir í Suðurkjördæmi,

Ég man hvernig mér leið þegar ég náði fyrst kjöri á Alþingi, þá tæplega þrítugur að aldri. Mér fannst það mikill heiður að vera treyst fyrir því að starfa í ykkar þágu. Það hefur ekkert breyst. Á þeim átta árum sem liðin eru síðan hefur reynslan hins vegar þroskað mig, þekkingin aukist og hæfnin til að vinna með ólíku fólki sömuleiðis.

Deiliskipulag flugvöll
Bókari Þekkingarseturs

Ég hef lagt mikið upp úr að rækta tengslin við fólkið í kjördæminu en þau hafa aldrei verið meiri en síðasta árið, þökk sé tækninni. Ég veit að alltof margir eiga nú um sárt að binda enda hafa atvinnugeirar nánast lamast vegna heimsfaraldursins. Höggið er mörgum þungt. Á sama tíma er mikils virði að finna kraftinn sem býr í fólkinu í Suðurkjördæmi. Á þeim grunni byggjum við til framtíðar.

Ég vil leggja allt mitt í endurreisn atvinnulífsins og fjölgun starfa. Það er stærsta verkefni stjórnmálanna næstu misseri og má ekki mistakast. Ég vil líka að fólkið í kjördæminu búi við öfluga heilsugæslu og mun berjast fyrir því af krafti að einkarekin heilsugæsla fái að blómstra hér eins og á höfuðborgarsvæðinu. Það er sú heilsugæsla sem mest ánægja er með þar, bæði hjá sjúklingum og starfsfólki. Við eigum að gera það sem virkar.

Mörg önnur baráttumál brenna á mér sem betra tóm gefst til að ræða síðar. Ég á annað erindi við ykkur að þessu sinni. Ég þekki hjartsláttinn í þessu stóra kjördæmi þar sem flóra íbúa er eins fjölbreytileg og í náttúrunni sjálfri. Þetta er umhverfi sem ég þekki vel.

Það er mikilvægt að ný kynslóð hasli sér völl og taki forystu í þeim verkefnum sem framundan eru. Þess vegna vil ég leiða framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og óska eftir fyrsta sætinu í prófkjörinu þann 29. maí næstkomandi.

Ég hef metnað, reynslu og þekkingu til að leiða lista sjálfstæðismanna. Ég er reiðubúinn að vera bæði verkstjóri og liðsmaður í góðu teymi sjálfstæðisfólks sem ætlar að ná góðri uppskeru fyrir Suðurkjördæmi og landið allt.

Kæru vinir. Ég bið um ykkar stuðning.

Eva Björk Harðardóttir.

Eva Björk Harðardóttir
Vilhjálmur er ekki sá eini sem hefur lýst yfir framboði eyjafréttum hafa borist þrjár aðrar tilkynningar frá frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps sækist eftir 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til næstu Alþingis kosninga.

Hún rekur hótel Laka ásamt fjölskyldu sinni, er kennaramenntuð, með framhaldsmenntun í opinberri stjórnsýslu, hefur sinnt formennsku fyrir Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga ásamt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sveitarfélögin á Suðurlandi.

 

Björgvin Jóhannesson
Björgvin Jóhannesson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri 29. maí næstkomandi.

Björgvin er úr Mýrdalnum en býr á Selfossi ásamt eiginkonu sinni, Höllu Rós Arnarsdóttur, og þremur dætrum. Þau hjónin starfa bæði við Ferðaþjónustuna Efstadal í Bláskógabyggð, en Björgvin var áður hótelstjóri Hótels Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal.

Björgvin er áhugasamur um að vinna að öllum framfaramálum í kjördæminu og fyrir landið í heild. Hann vill nýta reynslu sína af rekstri og stjórnun í að gefa litlum og meðalstórum fyrirtækjum sterkari rödd og meiri slagkraft. Forgangsmál er að ráðast gegn atvinnuleysi svo sem með því að bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja og gera þeim kleift að snúa hratt vörn í sókn þegar áhrif Covid-19 á atvinnulífið minnka.

Björgvin er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Ásamt störfum sínum innan ferðaþjónustunnar hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Björgvin var varaoddviti fyrir D-listann og formaður fræðslunefndar Mýrdalshrepps 2006-2008 og stjórnarmaður í Skólaskrifstofu Suðurlands á sama tíma. Hann var formaður Félags ferðaþjónustubænda 2017-2019 og á sæti í stjórn Ferðaþjónustu bænda hf.

Guðbergur Reynisson
Guðbergur Reynisson hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fer fram 29. maí. Guðbergur er fæddur 1971, giftur fjögra barna faðir og hefur rekið fyrirtækið Cargoflutningar ehf. síðan árið 2009.

Guðbergur hefur verið ötull baráttumaður í gegnum ýmsa fjölmenna hagsmunahópa á Facebook eins og Stopp hingað og ekki lengra og Örlítinn grenjandi minnihluta. Þar hefur hann beitt sér af krafti fyrir ýmiss baráttumál á Suðurnesjum og fylgt þeim eftir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, bætta heilbrigðisþjónustu og afhendingaröryggi raforku en þó einna helst fyrir uppbyggingu atvinnulífsins.

Guðbergur  er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og hefur setið í stjórn þess frá 2012 og sem formaður síðan 2016. Hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum flokksins eins og umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Guðbergur situr einnig í Miðstjórn flokksins sem ber ábyrgð á öllu innra starfi flokksins og hefur eftirlits- og úrskurðarvald um allar framkvæmdir á hans vegum.

Guðbergur er formaður ÍRB-Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og hefur komið víða við í íþrótta- og æskulíðsstarfi á svæðinu í gegnum árin t.d. sem fyrrverandi formaður Hestamannafélagsins Mána, Akstursíþróttafélags Suðurnesja og Akstursíþróttasambands Íslands.

Guðbergur Reynisson er maður sem lætur verkin tala en aðal áherslumálin eru atvinna, samgöngur og heilbrigðismál og sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 29.maí næstkomandi.

 

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið