Bjarni Sæ­munds­son kannar loðnu fyrir norðan land

Loðna hef­ur veiðst víða fyr­ir sunn­an land og aust­an á vertíðinni og er unnið á sól­ar­hrings­vökt­um þar sem mest um­svif eru. Fyr­ir helgi frétt­ist af loðnu við Gríms­ey og um helg­ina voru fregn­ir af loðnu í grennd við Flat­ey á Skjálf­anda.

Rann­sókna­skipið Bjarni Sæ­munds­son var í gær á leið á þess­ar slóðir til að kanna hversu mikið af loðnu er þarna á ferðinni.

Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un, sagði í samtali við mbl.is alltaf erfitt að meta hvort mark­tækt magn sé á ferðinni sam­kvæmt frétt­um sem ber­ist frá veiðiskip­um. Frétt­irn­ar frá Gríms­ey og úr Skjálf­anda hafi hins veg­ar verið þess eðlis að ákveðið hafi verið að kanna það nán­ar. Því hafi verið ákveðið að gera hlé á leiðangri Bjarna Sæ­munds­son­ar, sem var við um­hverf­is­mæl­ing­ar, og halda norður fyr­ir land. Það ætti því að skýr­ast á næstu dög­um hversu mikið af loðnu er þarna á ferðinni.

Eins og áður sagði hef­ur loðna veiðst víða und­an­farið, norsk skip hafa verið fyr­ir aust­an land og aðrir hafa veitt með ágæt­um ár­angri í Skeiðar­ár­dýpi, aust­an og vest­an við Vest­manna­eyj­ar og í Grinda­vík­ur­dýpi út af Reykja­nesi.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu

Mest lesið