Stórir jarðskjálftar fundust á suðvestur horninu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust greinilega í Vestmannaeyjum. Stærð skjálftanna virðist mjög breytileg á vef Veðurstofunnar. Hafa stærstu skjálftarnir í augnablikinu stærð um 5. Samkvæmt töflu á vef veðurstofunnar varð skjálftinn upp á 4,1 þrjá kílómetra suður af Hellu. Á vef Veðurstofu Íslands virðast skjálftarnir einnig eiga upptök í grennd við fjallið Keili á Reykjanesi.

nánari upplýsingar má sjá hér.