Tekist á um aðstoð Vestmannaeyjabæjar við Air Iceland Connect

Bæjarráð samþykkti þann 18. febrúar aðkomu Vestmannaeyjabæjar að áætlunarflugi Air Iceland Connect sem hefst í apríl á þessu ári. Óskað var eftir samstarfi við Vestmannaeyjabæ um samnýtingu starfsmanna um aðstoð við móttöku véla þrjá virka morgna í viku, tvær klukkustundir í senn. Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Við það tilefni lagði meirihlutinn fram eftirfarandi bókun.

„Meirihluti bæjarstjórnar telur eðlilegt að Vestmannaeyjabær verði við erindi Air Iceland Connect sem óskað hefur eftir því að sumarstarfsmenn bæjarins hjálpi til við afgreiðslu flugvéla þrjá virka daga í viku í um 2 klukkustundir í senn þá daga sem flogið verður til Vestmannaeyja.
Bæjarráð varð samhljóða við erindinu enda er það fyrst og fremst hugsað til þess að liðka fyrir því að áætlunarflug á markaðslegum forsendum til Vestmannaeyja geti vaxið og dafnað.“

Minnihlutinn klofinn í málinu
Þessari bókun var svarað að loknu fundarhléi með bókun frá tveimur bæjarfulltrúum D lista. En Helga Kristín Kolbeins tók ekki þátt í framlagðri bókun. „Undirrituð fagna því að Air Iceland Connect sýni flugsamgöngum við Vestmannaeyjar áhuga á markaðslegum forsendum. Við getum ekki samþykkt þær hugmyndir þar sem gert er ráð fyrir að skattgreiðendur í Vestmannaeyjabæ beri kostnað starfsmanna fyrirtækis í eigu þriðja aðila. Sé það vilji bæjaryfirvalda að styðja við rekstur flugfélagsins væri eðlilegra að gera slíkt með útseldri þjónustu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar, t.d. Vestmannaeyjahafnar eða Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyja. Undirrituð standa með flugsamgöngum og vilja veg þeirra sem mestan en ítreka mikilvægi gegnsæis hvað varðar fjárhagslegan stuðning Vestmannaeyjabæjar til einkafyrirtækja.“

Bókari Þekkingarseturs
Deiliskipulag flugvöll

Málið var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa E og H lista og atkvæði Helgu Kristínar Kolbeins fulltrúa D lista. Tveir fulltrúar D lista sátu hjá. Fulltrúi E lista gerðir grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun.

„Það er ekki rétt að fullyrða að í þessu verkefni felist fjárhagsleg skuldbinding af hálfu sveitarfélagsins.“

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið