Klukkan níu í morgun hófst almenn sala í ferðir vikuna 7-13. júní nk. þegar TM mótið er haldið í Vestmannaeyjum. Fram kemur í tilkynningu á facebook síðu Herjólfs að ljóst sé að meiri traffík er á TM mótið í sumar en hefur verið undanfarin ár sem olli því að heimasíðan réð ekki við álagið. Verið er að vinna að viðgerðum og virðist sem síðan sé að detta inn annað slagið á meðan unnið er að viðgerðum. Farþegar eru hvattir til að sýna biðlund. Enn sé töluvert laust í ferðir.
SKL jól