Konur í Vestmannaeyjum ætla að koma saman við Ráðhúsið kl. 17.00 föstudaginn 5. mars. Einnig verður í boði að fara í bíl. Gengið verður um bæinn og verður staðnæmst á nokkrum stöðum og beðið fyrir ýmsum málefnum; skólum, heilbrigðismálum, atvinnumálum og samgöngum. Samverustund verður í Safnaðarheimili Landakirkju kl. 17.45 þar sem farið verður yfir efni dagsins sem konur frá Vanuatu hafa undirbúið. Konur úr Kirkjukór Landakirkju munu leiðasöng undir stjórn Kittyar. Samskot til Biblíufélagsins. Allir eru velkomir í gönguna og/eða stundina.