Hvernig væri?

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Suðurkjördæmi mun viðhafa forval um 5 efstu sætin vegna framboðslista hreyfingarinnar til Alþingis 25. sept. í haust.  Nú þegar hefur nokkur hópur fólks ákveðið að gefa kost á sér í forvalinu bæði til 5 efstu sætanna en einnig til annarra sæta á listanum. Það sýnir að töluverður áhugi er á því að skipa sæti á framboðslistanum.  Þetta er okkur í hreyfingunni mikið ánægjuefni.

Framboðsfrestur í 5 fyrstu sætin rennur út mánudaginn 8. mars og hér vil ég hvetja alla þá sem gætu haft huga á að taka þátt að bregðast skjótt við og tilkynna þátttöku í tölvupósti til kjörstjórnar í netfanginu sudur@vg.is. Einnig er hægt að bjóða sig fram í sæti 6 – 20 og þá er hægt að stinga upp á frambjóðanda með ábendingu til kjörstjórnar, sem leitar þá eftir samþykki þeirra sem bent hefur verið á. Frestur til þessa rennur út 21. apríl.

Öll þau sem áhuga hafa á að koma hugsjónum VG um kvenfrelsi, félagslegan jöfnuð, umhverfisvernd og friðarstefnu í framkvæmd eru hvött til að gefa kost á sér og taka þátt í forvalinu sem verður rafrænt í takt við nútímann dagana 10. – 12. apríl. Kjördæmisstjórn Suðurkjördæmis mun annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni og fundum.

Til að kjósa í forvalinu þarf að:

– vera félagi í VG, það er gert með því að skrá sig á heimasíðu www.vg.is.

– til að fá að kjósa í forvalinu þarf að skrá sig fyrir 31. mars.

– vera með lögheimili í Suðurkjördæmi, eða skráður í VG félag í kjördæminu.

– eiga íslykil eða rafræn skilríki.

– Kosið er rafrænt á heimasíðu vg.is

Allar nánari upplýsingar veita:

Sæmundur Helgason, formaður kjörnefndar í Vg-Suður í síma 894-0524

eða Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vg í síma 896-1222

gefa

 

Við hér í VG Vestmannaeyjum erum einnig að sjálfsögðu tilbúin að gefa allar nánari upplýsingar um forvalið og hreyfinguna. Hvernig væri að gerast svolítið Vinstri- græn?

 

Bestu kveðjur

Ragnar Óskarsson

formaður VG í Vestmannaeyjum

Mest lesið