Þögnin rofin!

Fyrstu tónleikar ársins í Vestmannaeyjum verða laugardaginn 6. mars n.k. í Eldheimum.Vísnatónlist, þjóðlög, íslensk, sænsk og ensk verða á dagskránni. Ástsæl og vinsæl ljóð og vísur eftir Davíð Stefánsson, Halldór Laxness, Cornelis Vreesvijk, Megas, Jón Múla og Jónas Árnasyni og fleiri verða sungin og leikin. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 stundvíslega.

Flytjendur Helga Jónsdóttir Árnór Hermannsson Eggert Jóhannsson Magnús R. Einarsson Helga og Arnór eru Vestmannaeyingum að góðu kunn í gegnum tíðina fyrir söng og hljóðfæraleik. Eggert Jóhannsson er helsti túlkandi sænskrar vísnahefðar á Íslandi og hefur meðal annars leikið á frægum vísnahátíðum í Svíþjóð. Magnús R. Einarsson gítarleikari verður þeim trausts og halds á tónleikunum, en hann hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum landsins í gegnum tíðina.Í ljósi aðstæðna er takmarkað framboð miða á boðstólum og þess vegna er fólk beðið að panta borð og miða fyrirfram í síma 4882700. Miðaverð 3000kr.

Mest lesið