Dáðadrengur í hrognafrystingu

Elfar Frans Birgisson, 21 árs gamall Eyjapeyi, hefur unnið í Vinnslustöðinni á vertíðum frá árinu 2014, fyrst á sumrin í fiski en síðan undanfarin ár í uppsjávarhúsinu. Núna vinna hann og aðrir í uppsjávarvinnslunni hörðum höndum við að frysta hrogn á síðustu sólarhringum loðnuvertíðar. Að morgni dags eftir tólf tíma næturvakt læddi Elfar Frans sér […]

Eyjamenn meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði þann 5. mars 20 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og 13 ferðastyrkjum til 10 verkefna. Að þessu sinni voru 23,5 milljónum úthlutað en alls bárust 150 umsóknir um rúmar 255 milljónir. Á meðal þeirra sem hlutu styrk er Eyjamaðurinn og iðnhönnuðurinn Emilía Borgþórsdóttir. Hún hlýtur styrk upp á tvær […]

Dýpkun hefur gengið vel

Dýpi í Landeyjahöfn hefur verið til vandræða síðustu vikur. Ítrekað hefur þurft að fella niður ferðir Herjólfs og sigla eftir flóðatöflu það sem af er ári. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfesti í samtali við Eyjafréttir að vel hefði gengið að dýpka síðustu vikuna og dýpið væri komið í eðlilegt horf. „Byrjað  var að dýpka […]

Mikill fjöldi umsókna í uppbyggingarsjóð Suðurlands

Alls bárust sjóðnum 166 umsóknir. Annars vegar umsóknir um styrki til menningarverkefna og hins vegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Mun fleiri umsóknir voru um menningarverkefni að venju eða samtals 99 umsóknir. Fjöldi umsókna um atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna 67. Alls var sótt um rúmar 190 m.kr. Meðal fjárhæð sem sótt var um voru rúmar 1.100 þ.kr., um […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.