Elfar Frans Birgisson, 21 árs gamall Eyjapeyi, hefur unnið í Vinnslustöðinni á vertíðum frá árinu 2014, fyrst á sumrin í fiski en síðan undanfarin ár í uppsjávarhúsinu.
Núna vinna hann og aðrir í uppsjávarvinnslunni hörðum höndum við að frysta hrogn á síðustu sólarhringum loðnuvertíðar. Að morgni dags eftir tólf tíma næturvakt læddi Elfar Frans sér inn til Eydísar matráðs í gömlu kaffistofunni, fékk sér hafragraut og fór svo heim að sofa. Úthvíldur mætt’ann að vanda á næstu vaktina sína.

Hann er sannkallaðir dáðadrengur, hörkuduglegur og áreiðanlegur!