Út mars og síðan ekki sögunni meir

Þórir Rúnar “Dúni” Geirsson
EYJAMAÐURINN
Sú hefð hefur skapast á Íslandi að menn láti sér vaxa skeggmottu í mars og vekji þannig athygli á átaki Krabbavarnar, Mottumars. Þeir sem fyrir eru fullskeggjaðir safna hinsvegar ekki í mottu heldur raka restina. Þannig var mál með vexti hjá Dúna Geirssyni þegar hann fékk áskorunina um að skarta mottu í mars. Tregur til samþykkti hann að skeggið skildi fjúka við 1000 „like” á Facebook. Þau komu hratt og örugglega. Dúni stóð við sitt og hafa nú þegar safnast rúmar 300.000 krónur inn á reikning Krabbavarnar í Vestmannaeyjum í kjölfarið. Þeir sem vilja styrkja Krabbavörn í Eyjum geta lagt inn á reikning 582-26-2000 / kt. 651090-2029

Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.

Existing Users Log In