Gary Martin framlengir við ÍBV til þriggja ára

Gary Martin hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og verður hjá félaginu út tímabilið 2023. Auk þess að vera leikmaður mun Gary þjálfa hjá yngri flokkum félagsins og vera með séræfingar.
,,Mér hefur alltaf liðið vel í Vestmannaeyjum og mér líkar mjög vel við klúbbinn. Ég kom hingað til að vera þáttur af ákveðnu verkefni og vil leggja mitt af mörkum til að það takist og bæta stuðningsmönnum það sem þeir sáu á síðasta ári. Ég er mjög glaður og lít björtum augum á framtíðina í Vestmannaeyjum,“ ef haft eftir Gary á heimasíðu ÍBV við undirskrift.

Mest lesið