Ljósleiðara tengingar í dreifbýli voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Það kemur fram að þann 15.mars sl. voru opnuð tilboð í blástur og tengingar ljósleiðara í dreifbýli.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Ljósvirki ehf. kr. 7.872.148
Rafey ehf. kr. 8.905.937
Geisli-Faxi ehf. kr. 1.870.468
Rafal ehf. kr. 4.926.507
Trs ehf. kr. 6.469.700
Prónet ehf. kr. 12.808.300
Sh leiðarinn ehf. kr. 10.261.500

Kostnaðaráætlun hönnuða er kr. 6.423.028 og má því sjá að lægsta boð er umtalsvert undir kostnaðaráætlun. Unnið er að því að meta tilboðin.

3042-015-04-FUN-101_Tilboðsopnun.pdf