Strákarnir heimsækja Valsmenn

Strákarnir eru að fara aftur af stað eftir stutt hlé og fara í heimsókn í Origo-höllina og mæta Vals-mönnum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Valsmenn sitja í 3. sæti með 17 stig en ÍBV í því níunda með 13 stig.

Áhugasömum er bent á að miðasala fer fram í gegnum miðasöluappið Stubbur og hægt að kaupa miða í hólf gestaliðs. Þegar þú hefur tryggt þér miða á leikinn þar í gegn þarft þú að senda meldingu á netfangið vilmar@ibv.is með upplýsingum í hvaða hólf þú keyptir miða og þér verður úthlutað sæti.

Athygli er vakin á því að mikilvægt er að fólk sitji í sínum sætum á leiknum, 2 sæti eru á milli fólks, grímuskylda og engin veitingasala.

Mest lesið