Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs áttu fund með Þorsteini Sæmundssyni, formanni Jarðfræðafélags Íslands, sem lýst hefur áhuga á því að skipuleggja málstofu í tengslum við að 50 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey og 60 ár eru liðin frá Surtseyjargosinu. Þorsteinn vildi kanna áhuga Vestmannaeyjabæjar á að halda slíka málstofu 2023 í samstarfi við fræðasamfélagið, HÍ, Veðurstofu, almannavarnir, embætti ríkislögreglustjóra, Vestmannaeyjabæ, áhugafólk og fræðimenn, með svipuðu sniði og Kötluráðstefnan árið 2018, þegar 100 ár voru liðin frá upphafi eldgossins í Kötlu.

Bæjarráð ræddi málið á miðvikudag og tók jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumanni Eldheima að koma að málinu f.h. bæjarins.