Í gær afhendi ferðamálasamtökin í Vestmananeyjum Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrsta einstak af nýju götukorti af eyjunni.
Kortið er teiknað af Ómari Smára Kristinssyni og eiginkona hans Nína Ivanova sá um umbrotið. Kortið er afar nákvæmt og eins og má sjá að þá er mikil teiknivinna á bakvið það. Hvert eitt og einasta hús er teiknað upp eftir ljósmyndum og gögnum.
Inn á kortinu má finna alla grunnþjónustu sem í boði er og á bakhliðinni eru þau fyritæki sem eru skráð í Ferðamálasamtök Vestmanneyja, ásamt siglingaráætlun Herjólfs og yfirlitsmynd af Vestmannayjum. Einnig eru þrjár gönguleiðir merktar inn á.

Hægt er að prenta út kortið í háum upplausnum og filma það á veggi eða glugga. En kortið býður uppá marga möguleika, t.d að búa til póstkort, plaggöt og aðra minjagripi.
Ferðamálasamtök Vestmanneyja hafa séð ferlið á kortinu en vinnan við það hefur tekið eitt og hálft ár. Um er að ræða virkilega fallegt kort sem við erum ákaflega stolt af. Hægt verður að nálgast kortið rafrænt með qr kóða inná heimasíðu ferðamálasamtakanna visitvestmannaeyjar.is
